22.4.2008 | 14:59
Gleðin tvöfaldast þegar hún er deild með öðrum
Síðan í mars hef ég sótt um rúm 25 störf og fór í 8 atvinnuviðtöl, bæði fyrir sumarið og fyrir framtíðina. Hverjum er ekki slétt sama um sumarið þegar framtíðin mun vera yndið eina?
Ég fékk draumastarfið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 17:40
kvikmyndafyrirtækið mitt er starfandi
Við áttum að búa til myndband fyrir upplýsingatækna námskeiðið sem ég er í og þetta var nú skemmtilegra en maður mætti halda. Ætti maður þykkir ekki boðið fyrir farmiða til Miami sem maður fékk á laugardaginn og skelli sér út og gerist kvikmyndagerðakona! ö, nei. Ég er bara sátt með hjartaknúsunum mínum hérna í Grafarvoginum. Það er ekkert skemmtilegra en að baka köku fyrir hann, ekki gátu 26 strákar frá BNA sem voru staddir hér á landi í bachelor partý sannfærð mig um annað -eða komu þeir kannski bara hingað til að gæsa mig Tja, margt að gerast í Rollywood þessa dagana.
Bloggar | Breytt 22.4.2008 kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 10:48
goldencompasmovie.com
Það er ógeðslega skemmtilegt að vinna öll þessi hópaverkefni í Háskólanum, maður fær fylgju og alles!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 15:22
þess vegna eru konur heilbrigðari LOL
Ég þreif baðið í morgun, setti í þvottavélina, þurrkaði af og vaskaði upp eftir mér. í kvöld ætla ég að elda og vaska upp. HA! Ég er bara með geðheilsuna í góðu lagi!
Ég hef reyndar tekið eftir því hvað mér finnst það róandi að vaska upp. Að baka súkkúlaðiköku og vaska upp, ó, hvað lífið gæti verið heilbrigð - skólastressið ekki meðtalið. Var ég búin að væla í dag?
Heimilisstörfin bæta geðheilsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 20:24
klára nú!
ég er að reyna að klára verkefni sem inniheldur meðal annars:
Kennsluáætlun , lýsing á verkefninu, (munið að aðferðin ein og sér tryggir ekki að markmið fjölmenningarlegrar kennslu séu uppfyllt) og mitt uppáhald: Rökstuðningur. Hvernig tengist þessi aðferð og verkefnið markmiðum fjölmenningarlegrar kennslu? ég bara veit það ekki Hundur nágranna míns at heimaverkefninu mínuhérer skemmtileg síða sem ég er að drukkna í. ég er búin að læra skíðsund! í alverunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 13:10
1 vika eftir
Jæja, þá er þetta að vera búið. Bara ein vika eftir í skólanum! Vorönnin er búin að vera ótrúlega stutt eitthvað, fullt af verkefnum en stutt.
Ég fór á mjög skemmtilega ráðstefnu á föstudaginn s.l. í sambandi við skólaþróun. Endilega kynnið ykkur vefinn skolathroun.is sem er einstaklega skemmtilegur vefur.
Ég er búin að fara í einhverja skólaheimsóknir, nordlingaskoli.is og varmarskoli.is og er búin að sækja um störf þar. Sjáum til. Mig langar að kenna þýsku í framhaldsskóla en það er ótrúlega spennandi að vinna í Grundskóla! Maður fær að gera alls konar og getur prófað sig áfram. Ég er tilbúin í allt. Ég er einnig að senda starfsumsóknir á ýmis fyrirtæki, ég er alveg til í að gera eitthvað annað líka. Kannski verður þetta ekki framtíðarstarf sem ég á eftir að gera í 30 ár en ég get ekki gert þá kröfur að svo stöddu. Mig langar bara að fá að vinna eitthvað skemmtilegt og allt hitt kemur bara í ljós.
Námið er búið að vera mjög skemmtilegt og ég er búin að læra margt sem mund nýtast mér í alls konar störfum. Ég sé ekki eftir þessu. En það er svolítið niðurdrepandi að fá ekki að gera það sem maður hefur lært. Ég er bara ekki manneskjan sem fer í tölvunarfræði eða laganám, á köflum blota ég sjálfan mig að ég er það ekki.
Þetta er svolítið erfitt tímabil þar sem maður er á fullu í einkalífi og enn eru ritgerðir sem biða manni. Ég á eftir að skila tveimur verkefnum í upplýsingatæknum, eina ritgerð og eitt stórt verkefni í fjölmenningu, eitt stórt verkefni ásamt kynningu í tungumálakennslunni og tveimur kynningum og eitt stórt verkefni í kennslufræðinni. Samtals 6 verkefni og 3 kynningar.
1 vika eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 12:38
rsk.is
Við tókum eftir að fasteignin sem við búum í núna hefur hækkað í verði síðan við keyptum það í fyrrasumar. Fasteignin sem við seldum var á Snorrabrautinni en seldum við það um 4m dýrara en við höfðum keypt rúm tveimur árum þar á undan. Lánið sem liggur á þessu er búið að hækka og einnig tekjur fjölskylduna. Þær eru á uppleið. Hagkerfið fjölskylduna er þar með ekki gengistengt íslenska krónu. Fjölskyldulíf byggist á stöðuleika og traust.
Dæmisaga um annað:
Ég fór út að biða eftir strætó í gær um klukkan 18:20. Tveir karlmenn um 35 ára voru að biða eftir strætó, kunningjar sem töluðu saman á pólsku (já, ég veit að þetta var pólska). Ég greip hugsunar mínar og ýtti á stansrofann þegar ég var farin að velta fyrir mér hvort fólk mætti þeim með glæpum, afbrotum, innbrotum og íkveikjum í huga. Þar sem einhver Pólverji gerði þetta gætu þetta verið þeir. Ég hugsaði betur um þetta og kom að þeirri niðurstöðu að enginn Íslendingur lendir í vandræðum í atvinnuviðtali, í umsókn um vegabréf, í bakaríinu eða út á strætóskýli þegar annar Íslendingur hefur framið glæp. Þar sem einhver Íslendingur gerði þetta gæti þetta verið þú.
Strætó kom, stoppaði, við fórum út úr skýlinu og út á gangstétt, hurðin opnuðust og karlarnir stigu skef til baka og vísuðu mér með handahreyfingu að ég ætti að fara á undan þeim inn í strætó, dömur fyrst. Þar sem þetta voru Pólverjar kunna þeir að koma almennilegt fram og hafa mannasiði!
Kveikt í rusli á Snorrabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 18:46
all that money can buy
Mér finnst ég vera að læra daginn út og inn. Ég er í þremur verkefnum eins og stendur og eru þrjú væntanleg plús þremur lokaverkefnum. Þetta virðist vera einhverskonar misskilningur þar sem síðasti skóladagurinn er 18.apríl
Því miður er ekki um misskilning að ræða. Ég á bara tvær hendur og einn heila en einhver er að reyna að sannfæra mig um annað. Honum gengur reyndar alveg ágætlega en hversu gjarnan mundi ég frekar vilja fara í líkamsrækt, föndra borðskreytingar, fara á skrapp námskeið, þrífa íbúðina, sauma gardínurnar, semja uppskriftir og taka ljósmyndir. Mjög gjarnan skal ég segja ykkur, mjög mjög gjarnan.
Og 180þ í laun er ekki málið! 7 ár sem maður var í háskólanum, er þetta einhver óheppileg tala eða hvað er þetta? Nokkur B.A. próf hér á ferð! Kannski get ég selt þau! 200þ kall stykkið og sumarið væri komið. Hafið samband ef þið hafið áhuga, annaðhvort kaupið þið gráðu eða bjóðið mér starf! Money or Life!
Bloggar | Breytt 14.3.2008 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 11:35
Sweet 27
Ég á afmæli í dag! Ó hvað er gaman að eiga afmæli!
Ég er búin að fá pakka, búin í ræktinni, búin að borða lífrænt ræktað epli, er í skólanum núna og svo fer ég í spa og nudd og út að borða :-D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 13:24
flensan.is
Ég er reyndar komin með eitt starf og 2 freelance verkefni en það má alltaf gera betur. Meiri pening, þið skiljið. ööö - nei, en meiri metnað. Ef ég mundi þurfa að velja milli peningum og metnaði, frumkvæða, fjölbreytileika og ánægja í starfi þá mundi ég velja það síðarnefnda. Mér finnst gott að vera kona, ég mundi velja mér það aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)