æfingarkennsla 1/3

Ég er búin með 33,333% af æfingarkennslunni minni. Þetta hefur gengið eftir óskum. 80mínútur eru að líða fljótt sérstaklega þar sem ég tók mig á og tala einungis á markmálinu (þýsku) í kennslunni minni. Það þýðir meiri átak fyrir mig þar sem ég á að endurtaka allt mörgum sinnum, umorða, útskýra upp á nýtt, teikna hugarkort á töfluna og meira skemmtilegt. Einnig er ég farin að nota hendurnar enn meira og er að tjá mig með höndum og fótum í allri kennslu, bendir á hluti og nota leikrænar tjáningar. Þetta er krefjandi en mjög skemmtilegt. Ég var í vandræðum í haust þar sem ég reyndi að nota þýskuna sem mest en átti það þá til að detta inn í íslenskuna og fannst það alls ekki nógu gott. Ég ákvað þess vegna að fara alla leið og er íslenska á bannlistanum þó að nemendurnir eiga það til að horfa á mig með stórt spurningamerki en ég tek eftir því og útskýra þá bara allt aftur og upp á nýtt en mér finnst það jafnvel auka tengslin mín með nemendurna sem er nú bara jákvætt.

Á óvart kom mér að ég fékk kröfur frá leiðsagnakennaranum mínum um að búa til próf út þessum kafla sem ég er að kenna. Ég var í sjokki en ætla að bæta úr þessu. Ég veit nú þegar hvernig þetta á að lita ú, ég þarf bara að finna fræðina baka við þetta og lesa mig til um einkunnargjöf. Í gær fékk 303 hópinn minn heimaverkefni um að finna eina vöru frá þýskalandi, Austurríki eða Sviss, skrifa niður lýsingu. Á mánudaginn eiga þeir að halda stutta kynningu, hvaða vara er þetta, af hverju og svo framvegis. Hver nemandi sem gerir þetta er kominn með 5,0 í einkunn. Hver nemandi sem getur sagt frá vörunni, hvað hún heitir og hvaðan hún kemur (Þ, A, S) fær 7,0. Orðaforðinn gefur +1,0 og málfræði +1.0 en +1,0 er fyrir frumkvæði, hversu hugmyndarík þetta er og heildar myndin. Þetta gerir þá 10,0 samtals eða hæsta einkunn. Sem heimaverkefni fram á þriðjudag fá þá krossapróf sem er á netinu www.hi.is/~korinnaog fjallar um Austurríki. Allir sem segja mér að hafa gert hana fá 5,0 (heiðarleiki metinn). Þetta er 10spurningar krossapróf svo að hver rétt svar er 0,5 stig. Einnig þurfa þeir að læra ráðtölurnar en á þriðjudaginn ætla ég að byrja á því að segja þeim dagsetning dagsins (heute ist der 19. Februar 2008) og spyrja þá um dagsetningar og einnig hvenær þeir eiga afmæli. Þá er hægt að fá plús eða mínus stig sem hefur áhrif á lokareinkunn.

Á mánudaginn er gert ráð fyrir ferilsritun í tímanum en sú æfing verður metin í samræmi við Rubrics og fá þeir einkunn fyrir það líka.

Á þriðjudaginn verður öllu safnað saman en þar sem skóhlífardagar taka við í næstu viku mun ég reikna þetta út og fá þá einkunn frá mér á mánudaginn næsta. Ég ætla að leggja mig fram að læra öll nöfnin og verður frumkvæði og virkni í tímanum tekin inn í einkunnargjöfina.

Talmálið skiptir hvað sem mest í tungumálakennslu og þar sem ég notar einungis markmáli tel ég að skilning og hlustun er æft hvað sem mest í tímanum. Einnig finnst mér tilvalið að nota ferilsritun í tímanum þar sem við vorum að taka það í gegn hjá Hafdísi um daginn og langar mig að prófa. Ráðtölurnar eru málfræðiatriði í kafla 10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband