1 vika eftir

Jæja, þá er þetta að vera búið. Bara ein vika eftir í skólanum! WizardVorönnin er búin að vera ótrúlega stutt eitthvað, fullt af verkefnum en stutt.

Ég fór á mjög skemmtilega ráðstefnu á föstudaginn s.l. í sambandi við skólaþróun. Endilega kynnið ykkur vefinn skolathroun.is sem er einstaklega skemmtilegur vefur.

Ég er búin að fara í einhverja skólaheimsóknir, nordlingaskoli.is og varmarskoli.is og er búin að sækja um störf þar. Sjáum til. Mig langar að kenna þýsku í framhaldsskóla en það er ótrúlega spennandi að vinna í Grundskóla! Maður fær að gera alls konar og getur prófað sig áfram. Ég er tilbúin í allt. Ég er einnig að senda starfsumsóknir á ýmis fyrirtæki, ég er alveg til í að gera eitthvað annað líka. Kannski verður þetta ekki framtíðarstarf sem ég á eftir að gera í 30 ár en ég get ekki gert þá kröfur að svo stöddu. Mig langar bara að fá að vinna eitthvað skemmtilegt og allt hitt kemur bara í ljós.

Námið er búið að vera mjög skemmtilegt og ég er búin að læra margt sem mund nýtast mér í alls konar störfum. Ég sé ekki eftir þessu. En það er svolítið niðurdrepandi að fá ekki að gera það sem maður hefur lært. Ég er bara ekki manneskjan sem fer í tölvunarfræði eða laganám, á köflum blota ég sjálfan mig að ég er það ekki.

Þetta er svolítið erfitt tímabil þar sem maður er á fullu í einkalífi og enn eru ritgerðir sem biða manni. Ég á eftir að skila tveimur verkefnum í upplýsingatæknum, eina ritgerð og eitt stórt verkefni í fjölmenningu, eitt stórt verkefni ásamt kynningu í tungumálakennslunni og tveimur kynningum og eitt stórt verkefni í kennslufræðinni. Samtals 6 verkefni og 3 kynningar.

1 vika eftirW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband