11.2.2008 | 10:25
Laba diena (góðan daginn)
Ég er komin heim!
Fyrst og fremst er það mjög gott að vera komin heim en það var ótrúlega gaman að vera í skiptinám. Við gistuðum á stúdentagörðum sem var algjör snilld þar sem maður hitti fólk frá enn fleirum löndum en auk okkur frá Danmörku, Ítalíu, Póllandi, Englandi og Austurríki (ég var Íslendingur á meðan ég var úti :-D) voru þar nemar frá Litháen, Lettlandi, Tyrklandi og Tékklandi. Við áttum aðgang á eldhúsi og sameiginlegt setustofu þar sem við hittuðumst á kvöldin til að borða saman, spjalla, drekka bjór, skrifa í dagbækur, bera saman kennsluaðferðum, laun kennara, stöðu kennara í samfélaginu, nemendur og aga, skólastjórnun, menntakerfið, matarvenjur, áhugamál, ferðasögur, fatasmekk og tónlist, veðurfar, framtíðarplön, draumar og hræðslur.
Litháen er algjör snilld, það er tiltölega ódýrt þarna og það fer vel um mann. Bjór fæst í stórmörkuðum þar sem úrvalið á öllum hlutum er gríðarlegt og margir þeirra eru opnir allan sólarhringinn. Einn stórverslun var í 5mín göngufari frá görðunum og opinn frá 8 til 22 og þar var hægt að verlsa nýbakað brauð, smákökur, um 50 tegundir, 50 tegundir af kjöti, pylsum, fiski (ferskt, jafnvel ennþá í fiskabúri), ostar, te, kaffi, ávextir og grænmeti, lífrænt ræktaðan mat, mjólk, jógurt, eitthvað sem er nánast eins og skyr, harðfist, beef jerky, hnetur, þurrkaðar ávextir - You name it! Allt þetta var opið í körfum og hillum og maður tók bara poka og sétti í sem manni langaði í! Allt ferskt og nýtt og gott á bragði, alvöru epli! Frá Litháen!
Vilnius er æði! Frekar lítil (600.000) svo að það er hægt að labba út um allt, göturnar eru ekki það nýjasta nýtt og strætóinn ekki heldur en þetta virkar samt, þótt þetta er kannski gamalt eða lúið, það skipta það engu máli þar sem þetta virkar og þeim tekst að halda þessu hreinu. Ekkert er skítugt þarna. Þetta er frábært land!
Ætla að setja myndir á heimasíðuna sem fyrst en ég er að fara að kenna hér heima og er busy busy busy!
iki! (sjáumst)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.