23.1.2008 | 18:53
http://europrof.ning.com/profile/Korinna
Ég er að fara að fara út í kennaraskipti. Þetta er Comeníus verkefni og fáum 6 samnemendur og ég styrk til að fara út í 7 lönd en kennaranema hina 7 landa eru að koma hingað á meðan við erum úti. Við eigum að halda kynningu um okkur, land og þjóð og einnig eigum við að taka menntaskólakrakkar í almennilega íslenskukennslu. Ég verð að segja að ég er mjög þakklát fyrir að vera í þessu námi þar sem ég hef lært mikið um hvernig hægt er að kenna og get ég njótið mér það. Ætlað er að við tölum sem minnst ensku sem hefur verið mikið umhugsunarefni. Ég er að fara til Vilnius í Litháen og mun kenna 15 til 18 ára unglingum en fékk ég upplýsingar að þeir hafa lært ensku í a.m.k. 7 ár svo að ég mæti nýta mér það óspart en samt sem áður er gert ráð fyrir því að við tölum íslensku eins og kostur er. Ég er komin með kennsluáætlun fyrir þetta allt saman, í hausnum og einnig lauslega á blaði en ætla ég að fara að setja þetta formlega á blað.
Einnig er ég að að fara að kenna hér heima strax þegar ég kem heim og er mjög spennt, er að fara að kenna ÞÝS 503 til að byrja með og ætla að fjalla um fjölmiðlar og dagblöð. Þetta eru 3 kennslustundir, 70mínútur hver og munu myndast eina heild, holistic teaching :-D Þetta verður einnig einstaklingsmiðað þar sem þeir mega velja viðfangsefnið og form fjölmiðilsins en síðast en ekki síst verður þetta leiðandi og uppbyggjandi mat sem samsetur sig á sjálfsmati og jafningjamati.
Vefsíðan sem er í fyrirsögninni er vefbloggið mitt á heimasíðunni sem við erum með í sambandi við útrásinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.