14.1.2008 | 09:29
Háskólinn byrjar efrit 2 tíma og 18 mínútum
Ó ég hlakka til! Ég er reyndar pínu spennt líka en tímataflanlitur vel út og þetta var ótrúlega gaman í vetur svo að þetta verður frábært vor.
Ég er búin að fara á kennarafund og er skólastjórinn kominn til baka en hann var í nám erlendis. Virðist vera mjög finn karl. Einnig er ég búin í 8 tímum í áhorf og 6 í aðstoð minnir mig, ég var mjög mikið upp í skóla í síðustu viku, á hverjum degi í nokkra tíma í senn og jafnvel tvisvar á dag.
Atvinnublaðið kom í gær og er mikið í boði en margir auglýsa eftir forfallakennara og umsjónakennara en vantar fólk frá 1.febrúar eða 10.mars út skólaárið. Spurning um að senda þeim umsókn og taka því fram að maður hefur mikinn áhuga að vinna í þessum og þessum skóla en gæti ekki byrjað fyrr en í haust. Mig vantar reyndar einnig sumarstarf frá 9. júní þegar við komum heim úr ferðalaginu.
Hér svo einn tengill tengt heilsunni, maður á að vera í formi til að geta lært betur og má ekki gleyma að hugsa um sjálfan sig og gera sér eitthvað gott:
Bara titillinn, best-body-women hahahahaha
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.