Lubbi mættur

InLove Síðan á mánudaginn er ég orðin mamma, hundamamma. Barnið er 8 mánaða Silkydachs, semsagt blanda milli Silky Terrier og Langhunds (Dachs). Meira krúttið. Hann heitir Lubbi og Hjalti fann hann á netinu á mánudaginn. Við vorum búin að spá að fá okkur hund frekar lengi en þorðum því eiginlega ekki, mikil vinna, mikið nám, utanlandsferðir, ofnæmi, meira þríf, minna djamm og meira og meira sem kom í veg fyrir krúttið. Í skammdeginu fór okkur aftur að langa voða mikið og fórum að leita aðeins. Skóðuðum aðeins um helgina en svo kom auglýsing af Lubba inn á mánudaginn og Hjalti hringdi strax. Fórum þangað um 5 leitið og tókum hann strax með! Hann var strax ljúfur og svaf alla nóttina. Hann geltir pínu smá þegar hann er einn en grætur frekar mikið, honum finnst ekkert gaman að vera einn. Við erum samt farin að reyna að kenna honum, fórum að versla í gær og hann var einn á meðan. Pissaði reyndar á gólfið þegar við vorum kominn heim, þurfum alltaf að setja hann út strax þegar við komun til baka. Hjalti er að reyna að finna þjálfunarnámskeið fyrir okkur :)

Ég er búin að skila öllu, á bara eina skyrslu í Upplýsingartækjunum eftir og eitt jólapróf Woundering

Ég er einnig búin að vera dugleg að baka.

Ég hlakka samt til þegar skólinn byrjar aftur, mig langar að kenna! Er reyndar komin með par sem kemur til mín tvisvar í viku til að læra þýsku, mjög gaman bara og ég læri fullt. Þeim fer ekki smá fram sem er bara gaman. Í gær lærðu þau allt í sambandi við mat og veitingarstöðum og á morgun eiga þau að fara í smá leik í sambandi við það og segja mér frá veðrinu.

Jólaasveinninn fyrsti, hann Stekkjastaur kom til bæjar í nótt og ég fékk æðislegt Lush fótaskubb Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband