28.9.2007 | 22:49
Kennarafundur
Ég fór á minn fyrsta kennarafund upp í Borgó í dag. Hann var ágætur, ekki og langur og jafnvel fróðlegt. Ein umræða um umhverfismál þar sem skólinn er í átaki að fá Græna Fánann, ein umræða um metanbíla þar sem nemendur skólans hafa náð mjög góðum árangri en hafa frekar fengið umfjöllun í japönskum fjölmiðlum en íslenskum og svo var kjósið í stjórn starfsmannafélagsins sem sér um haustferð, vorferð og jólahlaðborð ásamt fleira.
Svo var umræða um launaþrep og áfangamál en þá fórum við þar sem þetta kom eiginlega bara umsjónakennaranum við.
Ekki smá spennó að komast inn í þetta og svo er líka heimasíðan alveg að vera til
Förum á Snæfó á morgun að mæla út salinn, skoða kirkjuna og fáum brúðartertusmökkun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.