ha?

Ég á það til að flétta gegnum fasteignablaðið þó mig vantar ekki fasteign og einnig flétti ég gegnum atvinnuauglýsingablaðið þó mig vantar ekki vinnu. Ég hef alveg meira en nóg að gera í þessu námi, það er alveg magnað. Ég fer að lesa um leið og ég vakna og þangað til ég sofna og inn á milli fylgist ég með fjölmiðlum, tek eftir unglingunum í strætó og velti námsaðferðum, gögnum og skýrslum fyrir mér.

Það er mjög spennandi að halda svona þing þar sem unga fólkið getur greind frá þessu til að beina athygli á vandamálum í samfélaginu sem mætti bæta. Ég vona að ég á eftir að fá nemendurna mínar til þess að taka tillitt til annarra og gera sér grein fyrir því að við erum öll ólík. Þetta er virkilega gott framtak.

Mér fannst eitt mjög áhugavert sem er einnig tengt grein sem var í fréttablaðinu í dag, að fólk á það til að tala hærra eða endurtaka sig þegar maður skilur það ekki. Í staðinn ætti að umorða eða nota einfaldara mál. Ég hef líka tekið eftir því að fólk bara endurtekur sig þegar ég segi að ég skili ekki, þó ég á þá yfirleitt við að ég skil ekki meininguna þó ég skil orðin. Það er eins og maður ætti ekki að reyna að vera kurteis heldur spyrja bara ,,ha?". Stundum hringdi fólk í vinnunni sem spurði um að fá að tala við einhvern sem er íslensk og mundi skilja það. Mér finnst það fáránlegt að manni er metið algjörlega gegnum tungumálið, ég meina, það er eitt að vita eitthvað ekki en annað að geta ekki sagt frá því. Maður er ekki vitlaus bara út af því maður skilur eitthvað ekki. Sem betur fer hef ég náð ágætis tökum á þessu máli og fólk heldur að ég sé eitthvað ótrúlega klárTounge


mbl.is Ungmenni af erlendum uppruna láta í sér heyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband