Allir að brosa

Þar sem þetta á eftir að vera háskólablogg ætla ég að reyna að bulla ekki of mikið hérna inni heldur skrifa eitthvað að viti. Tilvalið er að nota mbl.is til að búa til tenglar við fréttaefni og þar sérstaklega við fréttum úr menntageiranum.

Nú spyrð þú kannski hvernig í ósköpunum broskarlinn tengist menntamálum og hvað þá skólastarfinu.

Jú, það er gaman í skólanum en ég var fyrst og fremst að velta fyrir mér hvernig óformlegt skrift er metið nú til dags. Ég á eftir að leyfa nemendunum mínum að hafa samskipti milli msn, búa til bekkjavef á facebook og búa til heimasíður. Hvernig eru formin þar og hvernig hefur broskarlanotkun áhrif á lestri textans. Er hann jafn góður ef það er mikið af broskörlum þar sem þau geta truflað form textans. Eða er hann jafnvel betri þar sem hugsjónir höfunda koma oft betra til skila. Hins vegar getur verið óheppilegt að setja ;-) eftir setningu sem var kaldhæðin þar sem þá skilur lesandinn að um kaldhæðni er að ræða en á ekki lengur að velta þessu fyrir sér.

Eins og þið sjáið, ég get tínt mér í smáatriðum Cool


mbl.is Broskallinn er 25 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband