viðvörun

Það er svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að blogg undanfarið.

 Það helsta er að ég er farin að gefa aukatíma sem er virkilega skemmtilegt. Maður fær kennsluaðferð í æð á þessum 80 mínútum sem kennslustundin er löng í mínum einkamálum. Stelpan er mjög fín, vantar svolítið upp á sjálfstraustið myndi ég segja, það er svona það helsta. Ekki ólíkt mér þegar ég var í Menntaskólanum. Alveg á botni. Auk þess er hún lesblind. Ég hef ekki gert mér grein fyrir þetta áður verð ég að viðurkenna. Ég vissi auðvitað að þetta væri til, hef átt vinnufélaga sem voru með eina bók allan vetur og sem þótti erfitt að lesa en ég gerði mér ekki grein fyrir því af hverju þeim finnst það. ÉG fattaði hreinlega ekki hvað málið snýst um. Um tíma var ég sjálf að halda að ég væri lesblind, þegar ég fór að víxlast einstökum bókstöfum. Glætan! það er nú bara fljótfærni segi ég, og e´g er fljótfær, viðurkenni það alveg. Þetta magnað fyrirbæri sem mig langar mikið að velta aðeins betur fyrir mér og læra meira um. Stelpan sem dæmi sér engan mun milli orðunum Schule (skóli) og Schülerin (nemandi). Mér finnst þetta magnað. Hún skrifar allt vel samt, getur alveg skrifað stíl eins og ekkert væri! Þegar ég er búin að skila síðustu verkefnin (2 eftir og 1 próf :-D) þá ætla ég að lesa mig aðeins til um þetta.

Maður hefur fengið viðhorf um að námsráðgjafinn á að sjá um slíkt mál og að kennarinn gæti ekki allt, hann þurfti að vera sérfræðingur í kennslu en ekki allt annað líka, mér finnst þetta undarlegt viðhorf og skil það ekki. Eins og bakarí myndi segja, ég kann að baka en ég vil ekki vita hvaðan hveitið kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband