23.11.2007 | 23:58
kalkúnatímabilið að vera búið
Þetta líst mér vel á, mér finnst kalkún reyndar vera góður en ekki fylltur takk, bringur steikt án fitu og mikið grænmeti með, enda er ég ekki að æfa fyrir jólasveinninn 4 til 5 sinnum í viku! Frúin vill líta vel út þegar hún gifti sig og er ekki einu sinni hálft ár eftir til að byggja sig pínu upp, enda mun sjást í upphandleggir. Ég er nú fegin að þetta er að enda þarna í Amerkunni, þá byrjar jólastressið hjá þeim sem þýðir afslöppun og rólegheit hér á bæ! Bara eitt próf rétt fyrir jól en þangað til 2 verkefni og eina kynningu. Auk verkefnamöppu - skil sem er víst aðalmálið af þessu öllu saman. úfff - ég er að vera nett stressuð en ég er samt bjartsýn að þetta mun takast. Var í vísó í kvöld en fékk mér bara einn bjór, ætlaði ekki að drekka neitt og held mig lengi við kókið en þar sem hann var ókeypis gat maður ekki sagt nei á endanum, enda var þetta skemmtilegt vísó og við vorum í meira en 4 tíma að spjalla og ræða málefnin. Enduðum á Thorvaldsen sem er dýrt, jólabjórinn á 500 kall en karlinn sótti mig þaðan og við fórum og fengum okkur að éta saman, á rúby en jólabjórinn þar kostar bara 350.- Fékk mér samt bara vatn með bökuðu kartöfluna mína sem var rósalega góð!
Hlakka semsagt til jólanna og ætla að byrja að baka á morgun, Earl Grey Smákökur :-)
Bandaríkjamenn flykkjast í verslanir á svörtum föstudegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.