5.10.2007 | 09:13
búin með 8 áhorf - og 2 aðstoðarkennslustundir
Í gær var skemmtilegur dagur. Fyrst fann ég skýrslu um rannsókn sem var gert í OECD löndum og heitir: Lifelong Learning: A Citizens´View sem ég ætla að tala um í námskeiði sem ég er í en það fjallar einmitt um fullorðinsfræðslu sem ég get ímyndað mér að glíma við, jafnvel til að kenna íslensku.
Rétt fyrir hádegi fór ég í sund og tók 1500m og þar af 250m bara fætur :-)
Svo kom það skemmtilegasta! Áhorf hjá Sigurborgu í Þýsku 203 og beint eftir það aðstoðarkennsla í 403! Labbaði aðeins um og hjálpaði til á meðan þau voru í hópvinnu Það var geggjað skemmtilegt, þó ég var pínu feimin fyrst en svo fór það eiginlega bara strax og ég held mér gekk bara vel. Þau voru dugleg að spyrja og biðja um aðstoð um leið og þau tóku eftir því að ég væri þarna til að veitta aðstoð
Sigrún Edda, Sigurborg og ég fórum svo á kaffistofuna, fengum okkur kaffi og banana og spjölluðum með tveimum öðrum kennaranum sem var virkilega fróðlegt. Ég er að vera ástfanginn af Borgaholtsskólanum
Um 6 leitið tók ég strætó í Kringluna og hitti þar Hjalta en við fórum í Apple búðina sem er frekar nýbúin að opna þarna og hún er virkilega fín. Gaurinn talaði mjög hratt, það var ótrúlegt hvað hann talaði hratt án þess að mismæla sig og hann talaði mjög hratt allan tímann. En hann vissi nú sitt og gaf mér upplýsingar um vefslóð þar sem ég er búin að panta púka í macintosh tölvuna mína og þegar því er komið upp ætla ég að fara að vinna að portófolíinu mínu og flokka öllum skjölum, greinum og ígrundum sem ég er búin að vera dugleg í að safna saman Þetta verður skemmtilegt helgi, í kvöld er bekkjarpartý og svo tölvuúrvinnsla á morgun og hin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.