gullmólar

Ein ástæða að mér finnst gaman í strætó er að ungmenni taka strætó og mér finnst gaman að hlusta á ungmenni tala saman.

U1: Í hvaða skóla ferðu?

U2: Ég veit það ekki, ég fell.

U1: Í öllu?

U2: Nei, í íslensku. En pabbi minn er svo valdamikill að ég kemst örugglega inn í einhvern skóla.

 hahahaha, mér finnst þetta svo fyndið!

Einnig sá ég unga konu með 2 lítil börn, eitt af þeim var í kerru. Mamman talaði með þeim á táknmáli. Ég man ekki eftir að hafa seð svo glöð, stillt og prúð börn! Þau töluðu saman, skemmtu sér og náðu einstaklega vel saman. Það var yndið eitt að fá að fylgjast með þessari fjölskyldu sem náði saman og var einlæg en var ekkert að flýta sér í því sem hún gerði né var með látum gagnvart hvort öðru eins og maður sér svo oft. Þetta var bara til fyrirmyndar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband